Ásta Hjalmtysdottir 0

Undirskriftalisti

18 people have signed this petition. Add your name now!
Ásta Hjalmtysdottir 0 Comments
18 people have signed. Add your voice!
2%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

ragnheidur.elin.arnadottir@anr.is

Skúlagötu 4

101 Reykjavík

Reykjavík 2. janúar 2017

Varðar: Próf til viðurkenndra bókara, Raunhæft verkefni III. prófhluti, sem háð var 10. desember s.l. milli kl. 12-17.

Við undirritaðir nemendur í Háskólanum í Reykjavík og próftakar í prófi til löggildingar viðurkenndra bókara, Raunhæft verkefni III. prófhluti, þykir ástæða til að koma á framfæri við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vonbrigðum og óánægju okkar með ofangreint próf.

Í prófefnislýsingu kemur fram að markmið með III. prófhluta er að próftaki sýni að hann sé fær um að beita þekkingu sinni, sbr. I. og II. hluta, við lausn hagnýtra viðfangsefna sem leyst eru í tölvu. Við mættum til prófs með hæfilegan prófkvíða í maganum en einnig tilhlökkun til að takast á við prófið og uppfylla markmiðið sem fram kemur í prófefnislýsingu.

Prófið kom okkur í opna skjöldu og kom verulega á óvart. Það var snúnara, flóknara og umfangsmeira en próf fyrri ára og töluvert öðruvísi en sýnisprófið, sem sett var inn á vef ráðuneytisins s.l. haust. Prófið var mun lengra en próf fyrri ára eða samtals 19 blaðsíður enda lenti fólk í töluverðu tímahraki og náði stór hluti ekki að leysa allt prófið eins vel og þau hefðu viljað gera. Prófin undanfarin ár hafa að jafnaði verið 10-13 blaðsíður. Sýnisprófið á vef ráðuneytisins er 12 blaðsíður.

Það má helst nefna að jafn viðamikill og flókinn ársreikningur er á færi þeirra að leysa sem annað hvort eru menntaðir endurskoðendur eða með yfirgripsmikla reynslu í faginu. Við erum hvorugt og teljum við að undirbúningsnámið hafi ekki búið okkur undir svo flókið verkefni. Við teljum að styrkleiki prófsins sé ákvörðun prófnefndar en ekki prófgerðarmanns, en í þessu tilfelli var um nýjan prófgerðarmann að ræða og nýja nálgun á dæminu. Við höfðum allar lagt okkur fram um að læra ársreikninginn eins og hann kemur fyrir á eldri prófum sem og sýnisprófinu sem er á vef ráðuneytisins. Sú framsetning sem sett var fram núna var ruglandi og þurftu próftakar að giska á hvernig ætlast væri til að dæmið yrði leyst þar sem prófgerðarmaðurinn sjálfur var ekki á staðnum til að skera úr um það. Við teljum mjög óeðlilegt að sá sem semur prófið, og getur því einn svarað hvað sé raunverulega verið að spyrja um, sé ekki viðstaddur próftökuna ef upp koma vafamál eins og svo sannalega gerðist í þessu tilfelli.
Þar sem uppsetning aðalbókar var umtalsvert frábrugðin því sem við eigum að venjast úr náminu, eldri prófum, sýnisprófi og í aðalbók á vef ráðuneytisins teljum við að þetta kalli á annars konar undirbúning. Þetta þarf að sjálfsögðu að skila sér til þeirra aðila sem sjá um að kenna undirbúning fyrir próftöku.

Við viljum einnig gera athugasemd við Excel hluta prófsins en við teljum að alls ekki nógu skýrt hafi komið fram hvernig leysa ætti úr þeiml hluta verkefnisins. Fyrirmælin að „búa til nýjan flipa“ segja nú ekki mikið og þegar leitast var eftir nánari skýringum hjá þeim starfsmönnum sem voru á staðnum fengust engin svör. Fólk fór því aftur í þann pakka að giska á hvað ætti að gera.

Bæði á framhaldskóla og háskólastigi er prófgerðarmaður í húsi meðan próftaka fer fram til að leysa úr ef upp koma vafaatriði. Það finnst okkur góð vinnubrögð.

Við förum fram á að ársreikningaverkefni prófsins verði fellt niður að öllu leyti eða að minnsta að hluta. Við förum einnig fram á að prófgerðarmaður sé viðstaddur á prófstað í sjúkraprófi þannig að hægt sé að spyrja hvað átt er við ef upp koma spurningar sem erfitt er að túlka eða eru á einhvern hátt torskildar.

Við óskum eftir að málið fá efnislega meðferð og úr því verði leyst eins fljótt og auðið er.

Með vinsemd og virðingu

Afrit:

Prófnefnd viðurkenndra bókara, profnefndbokara@anr.is

Kristján Skarhéðinsson ráðuneytisstjóri, kristjan.skarphedinsson@anr.is

Ásdís Erla Jónsdóttir, verkefnastjóri asdisj@ru.is

Share for Success

Comment

18

Signatures