Stöðvum aflífun villikatta
Skorum á Fljótdalshérað og önnur bæjarfélög að breyta rétt gagnvart villiköttum. Kettirnir eiga uppruna sinn til
heimila og þar með íbúa í hverju bæjarfélagi. Kettirnir eiga sannarlega
sinn tilverurétt og það hefur sannað sig að aflífun þessara dýra er engin lausn. Það kemur alltaf köttur í
kattar stað, ef að aflífun kattanna ætti að virka þyrfti að aflífa alla
ketti alls staðar á sama tíma. Á meðan að aðrir ganga lausir ógeltir er
þetta allt fyrir bí.
Við erum hlynnt mannúðlegri aðferðum s.s að kettirnir yrðu fangaðir og geltir og þeim skilað
aftur til síns heima. Í stað þess að framkvæma þetta
úrræðaleysi sem bitnar á saklausum og heilbrigðum dýrum.
Útrýming þessara dýra á ekki einu sinni að vera hugmynd í
siðmenntuðu samfélagi eins og nú árið 2014
Comment