Skerjafjörður: Reykjavík - Álftanes
124
people have signed. Add your voice!
13%
Maxine K. signed
just now
Adam B. signed
just now
Við undirrituð skorum á Reykjavíkurborg og Garðabæ, ásamt ríkisvaldinu að stuðla að því að gerð verði vegtenging yfir eða undir Skerjafjörð, þ.e. annaðhvort með brú eða göngum.
Skoðað verði hvernig skilvirkast er að fjármagna slíka vegagerð og hvort veggjald sé kostur til að fjármagna hluta framkvæmda.
Það er margt sem mælir með slíkri framkvæmd:
- Styttri leið til og frá vinnu fyrir marga.
- Stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins starfar vestan megin við Kringlumýrarbraut í Reykjavík.
- Styttir leið af miðsvæði Reykjavíkur til Keflavíkur.
- Ný leið að Háskólum, Landspítala og fleiri af stærstu vinnustöðum landsins.
- Þverun Skerjafjarðar myndi stytta leiðir fyrir marga og það eitt og sér er umhverfisvænt m.a. með minni útblæstri.
- Helstu stofnæðar vegakerfis höfuðborgarsvæðisins eru ofsetnar á álagstímum. Það væri hagstætt að búa til nýja leið inná miðsvæði Reykjavíkur sem létti á núverandi stofnæðum.
- Með slíkri leið opnaðist hringtenging um höfuðborgarsvæðið.
Samfara slíkri vegtengingu er mikilvægt að:
- Einkenni dreifðar byggðar á Álftanesi með mikið af grænum svæðum haldi sér.
- Framtíðarumferð verði sem fjærst byggð á Álftanesi.
- Leitast verði eftir virku samstarfi við alla hagsmunaðila við slíka framkvæmd.
Comment