
Við styðjum málstað Jussanam da Silva Dejah


Vinnumálastofnun hafnaði nýverið beiðni Jussanam da Silva, sem er brasilísk, um atvinnuleyfi hér á landi þar sem hún er ekki frá EES-svæðinu. Jussanam hefur unnið í tvö ár á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og var þegar búin að gera starfssamning um að vinna í ár til viðbótar á heimilinu. Aftur á móti hafnaði Vinnumálastofnun samningnum. Ástæðan er sú að Jussanam er að skilja við eiginmann sinn, en lögskilnaðurinn er þó ekki enn genginn í gegn. Þá fengust þær skýringar einnig að atvinnuleysið á Íslandi væri það mikið að einstaklingar frá EES-svæðinu gengju fyrir. Þar af leiðandi fær Jussanam starfssamninginn ekki samþykktan, þó svo að það sé einlægur vilji yfirmanna Hlíðaskjóls. Jussanam hefur einnig getið sér gott orð hér landi fyrir sönghæfileika sína. Hún hefur sungið djass með helstu djasstónlistarmönnum Íslands og gaf út diskinn Ela é Carioca á síðasta ári. Jussanam hefur áfrýjað málinu til dómsmálaráðuneytisins en málið hefur enn ekki verið tekið fyrir. Þeir sem skrifa nafn sitt hér lýsa þar með yfir stuðningi við Jussanam og hennar málstað, í þeirri von að dómsmálaráðuneytið endurskoði mál hennar og veiti henni atvinnu- og dvalarleyfi áfram á Íslandi. Það er óþolandi óréttlæti að skilnaður við íslenskan maka þýði að fólk missi sjálfkrafa atvinnu- og landvistarleyfi.
Links
Víðtal í Víðsjá 21.9.: http://dagskra.ruv.is/ras1/4555525/2010/09/21/3/
http://icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?cat_id=16567&ew_0_a_id=367104
http://www.facebook.com/thorunn.hjartardottir#!/notes/%C3%BE%C3%B3runn-hjartard%C3%B3ttir/l%C3%B6gbrot-utl-%C3%A1-jussanam-da-silva-stutt-%C3%A1grip/10150132606680668
Comment