Steinar Ólafsson 0

Hollvinir Kópahvols - Betri lóð fyrir börnin!

44 people have signed this petition. Add your name now!
Steinar Ólafsson 0 Comments
44 people have signed. Add your voice!
44%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Á Kópahvoll dvelja rúmlega 70 börn í umsjón framúrskarandi starfsfólks. Lóð leikskólans er hinsvegar löngu komin til ára sinna og augljósir hönnunargallar hafa átt sér stað þegar lóðin var síðast tekin í gegn.

1. Sá litli grasflötur sem einu sinni var á aðallóð skólans er orðinn að drullupytt sem starfsfólk reynir að stýra börnunum frá. Kópavogsbær hefur plástrað það vandamál með því að bera sand í moldarsvaðið með litlum árangri.

2. Leiksvæðið fyrir yngstu börnin er ein stór slysagildra. Svæðið er hellulagt í brekku sem verður til þess að foreldrar, starfsfólk og kannski einna helst börnin sem flest hver hafa nýlega lært að labba geta hæglega flogið á hausinn og meitt sig eins og dæmin hafa sannað. Ekki eina ungbarnarólu er heldur að finna á lóðinni og staðsetning leiksvæðisins að hluta til falin á suðurenda hússins og þannig illa sýnilega starfsfólki og berskjölduð stífum austan áttum sem finna má vel fyrir vegna staðsetningar leikskólans á sjálfum Víghól.

3. Á sama tíma og leikskólar annarra og nýrri hverfa Kópavogs státa glæsilegum lóðum hafa gömul hverfi setið eftir og njóta börnin á Kópahvol þannig ekki jafnræðis þegar kemur að aðbúnaði. Hreyfing og útivera skiptir gríðarlega miklu máli m.t.t. hreyfiþroska, lífstílssjúkdóma, andlegrar heilsu og svo mætti áfram telja - eitthvað sem faraldurinn hefur rækilega minnt okkur á.

Starfsfólk leikskólans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum bæjaryfirvalda en nú styttist í sveitastjórnarkosningar og höfum við hollvinir Kópahvols fengið okkur full södd af lélegri lóð barnanna.

Við skorum á bæjaryfirvöld að bregðast við þessu máli strax í sumar nú eða loforði annarra flokka um að setja þetta mál á dagskrá strax að kosningum loknum.







Share for Success

Comment

44

Signatures