Herdís Ásta Pálsdóttir 0

Höldum dansinum í heimabyggð !

178 people have signed this petition. Add your name now!
Herdís Ásta Pálsdóttir 0 Comments
178 people have signed. Add your voice!
18%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Dansskóli Evu Karenar hefur verið starfræktur í Borgarnesi síðan árið 2010 en Eva Karen, skólastjóri hans hefur ræktað dansáhuga Borgfirðinga síðasta áratuginn. Nú er svo komið að loka á skólanum í þeirri mynd sem hann hefur verið rekinn í síðstu misseri vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Þá er stór hluti af þeim kostnaði sem skólinn hefur þurft að standa undir, salurinn sem dansskólinn hefur leigt í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar sem er að stórum hluta til í eigu Borgarbyggðar. Þessi salur nýtist illa fyrir aðra starfsemi en gengið er inn í hann, baka til í MB húsinu og er þetta gluggalaust rými. VIð Borgfirðingar höfum verið stolt af þeirri menningu sem hefur skapast út frá dansáhuga íbúa sveitafélagsins og viljum gera það sem til þarf til að reka dansskólann áfram. Við skorum því á sveitastjórn Borgarbyggðar til að ganga með okkur í lið og skoða aðgerðir til finna lausn á rekstrarvanda dansskólans svo að það uppbyggilega starf sem þar er unnið fái að blómstra áfram.

Share for Success

Comment

178

Signatures