Halldór Þorsteinsson 0

Fornöfnin á treyjurnar!

Halldór Þorsteinsson 0 Comments
996 signers. Almost there! Add your voice!
200%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Undirrituð skora á stjórn Knattspyrnusambands Íslands að prenta fornöfn leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu aftan á keppnistreyjur liðsins þegar það keppir á Evrópumótinu í Frakklandi nú í sumar.

Fyrir því að notast við fornöfn, en ekki eftirnöfn leikmanna eins og nú stendur til, eru ýmis rök, þ.á m:

1. Íslendingar eru stoltir af fornafnahefðinni. Það er sérstaða þjóðarinnar að konur og menn þekkjast á eiginnöfnum en ekki eftirnöfnum sínum. Þannig tölum við um Gylfa og Kolbein en ekki Sigurðsson og Sigthorsson. Þegar landsliðið kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á stórmóti ætti að halda í þessa hefð. Það gefur íslenska liðinu sérkenni og styrkir samstöðuna, bæði með liðsmönnum og þjóðinni allri.

2. Það eru fyrir því ýmis fordæmi að önnur nöfn prýði treyjur leikmanna heldur en eftirnöfn þeirra. Skemmst er að minnast suðrænna leikmanna á borð við Ronaldo, Pelé, Kaká, Chicharito o.s.frv. Þá var notast við fornöfn leikmanna í íslenska landsliðinu á Evrópumóti landsliða 21 árs og yngri í Danmörku sumarið 2011.

3. Það er hagkvæmt að notast við fornöfnin aftan á treyjurnar. Bæði eru þau styttri og þ.a.l. ódýrari í framleiðslu en eins lítur það betur út, á vellinum og í sjónvarpinu.

4. Það verður auðveldara að þekkja leikmennina í sundur. Í stórlandsliðshópnum síðustu ár hafa nokkrir leikmenn borið sama eftirnafn, t.d. Gylfi og Ragnar Sigurðssynir og Ólafur Ingi og Ari Freyr Skúlasynir. Það veldur ruglingi þegar óskyldir leikmenn bera sama nafn aftan á treyjunum, hvað þá þegar langflest nöfnin enda á -son.

- -

Undirrituð vonast til að stjórn KSÍ hafi ofangreind rök í huga og endurskoði þá ákvörðun að prenta eftirnöfn liðsmanna á keppnistreyjur landsliðsins þegar það tekur þátt á Evrópumótinu í Frakklandi, fyrir augum heimsbyggðarinnar.

Share for Success

Comment

996

Signatures