Fornöfnin á treyjurnar!

Halldór Þorsteinsson
Anonymous 218 Comments
996 Signatures Goal: 500

Undirrituð skora á stjórn Knattspyrnusambands Íslands að prenta fornöfn leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu aftan á keppnistreyjur liðsins þegar það keppir á Evrópumótinu í Frakklandi nú í sumar.

Fyrir því að notast við fornöfn, en ekki eftirnöfn leikmanna eins og nú stendur til, eru ýmis rök, þ.á m:

1. Íslendingar eru stoltir af fornafnahefðinni. Það er sérstaða þjóðarinnar að konur og menn þekkjast á eiginnöfnum en ekki eftirnöfnum sínum. Þannig tölum við um Gylfa og Kolbein en ekki Sigurðsson og Sigthorsson. Þegar landsliðið kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á stórmóti ætti að halda í þessa hefð. Það gefur íslenska liðinu sérkenni og styrkir samstöðuna, bæði með liðsmönnum og þjóðinni allri.

2. Það eru fyrir því ýmis fordæmi að önnur nöfn prýði treyjur leikmanna heldur en eftirnöfn þeirra. Skemmst er að minnast suðrænna leikmanna á borð við Ronaldo, Pelé, Kaká, Chicharito o.s.frv. Þá var notast við fornöfn leikmanna í íslenska landsliðinu á Evrópumóti landsliða 21 árs og yngri í Danmörku sumarið 2011.

3. Það er hagkvæmt að notast við fornöfnin aftan á treyjurnar. Bæði eru þau styttri og þ.a.l. ódýrari í framleiðslu en eins lítur það betur út, á vellinum og í sjónvarpinu.

4. Það verður auðveldara að þekkja leikmennina í sundur. Í stórlandsliðshópnum síðustu ár hafa nokkrir leikmenn borið sama eftirnafn, t.d. Gylfi og Ragnar Sigurðssynir og Ólafur Ingi og Ari Freyr Skúlasynir. Það veldur ruglingi þegar óskyldir leikmenn bera sama nafn aftan á treyjunum, hvað þá þegar langflest nöfnin enda á -son.

- -

Undirrituð vonast til að stjórn KSÍ hafi ofangreind rök í huga og endurskoði þá ákvörðun að prenta eftirnöfn liðsmanna á keppnistreyjur landsliðsins þegar það tekur þátt á Evrópumótinu í Frakklandi, fyrir augum heimsbyggðarinnar.

4

Highlights

February 15
Undirskriftasöfnunin hefur farið fram úr mínum vonum. Í upphafi átti ég von á mögulega 50-75 nöfnum en sá fjöldi er nú að tífaldast, þrátt fyrir að undirskriftaforritið heimili ekki einu sinni séríslenska bókstafi í nöfnum. Í hádeginu var markaðsstjóra KSÍ sendur tölvupóstur þar sem hann var fræddur um söfnunina og tilkynnt að listanum yrði skilað síðar í vikunni. Jafnframt var honum boðið að halda uppi samtali og rökræðu um ákvörðunina. Það er mjög gaman að lesa skilaboð frá listakonum og mönnum og greinilegt að fleirum en manni sjálfum gremst að eftirnöfnin skuli standa á treyjunum. Haldið endilega áfram að breiða út boðskapinn. Takk fyrir þátttökuna og áfram Ísland!
February 15
Petition has reached 500 signatures!
February 14
Petition has reached 250 signatures!
February 12
We are now live!
See More
996

Signatures

 • 2 years ago
  Hjalmar palsson Iceland
  2 years ago
 • 2 years ago
  Thorsteinn Kolbeinsson Iceland
  2 years ago
 • 2 years ago
  Ivar Petur Kjartansson Iceland
  2 years ago
 • 2 years ago
  Marcus J Australia
  2 years ago
 • 2 years ago
  Marcus J Australia
  2 years ago
 • 2 years ago
  Anna Jurida Germany
  2 years ago
 • 2 years ago
  mnmn Spain
  2 years ago
 • 2 years ago
  David United Kingdom
  2 years ago
 • 2 years ago
  Eldar Astthorsson Iceland
  2 years ago
 • 2 years ago
  William Hopken France
  2 years ago
 • 2 years ago
  Dave Pearon United Kingdom
  2 years ago
 • 2 years ago
  Garek Hannigan United States
  2 years ago
 • 2 years ago
  Ramon del Riego Spain
  2 years ago
 • 2 years ago
  Asmundur Bjarnason Iceland
  2 years ago
 • 2 years ago
  Olafur Gudsteinn Kristjansson Croatia
  2 years ago
See More