Foreldrar Húsavík 0

Betri kjör barnafólks á Húsavík!

109 people have signed this petition. Add your name now!
Foreldrar Húsavík 0 Comments
109 people have signed. Add your voice!
44%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Staða foreldra ungra barna á Húsavík hefur farið hratt versnandi síðustu misserin. Nú er svo komið að inntaka í leikskólann Grænuvelli miðast við uþb. tveggja ára aldur. Fram að því, frá því að fæðingarorlofi lýkur (í sumum tilfellum þegar barn er 6 eða 9 mánaða gamalt), hafa foreldrar um fáa kosti að velja og sumir hafa hreinlega ekkert val. Nú í haust tóku til starfa dagmæður sem hafa pláss fyrir 10 börn, en annar það engan veginn eftirspurn. 6 börn eru á biðlista og margir foreldrar eru heima með börnin sín, án launa. Að sjálfsögðu kjósa margir foreldrar að vera lengur heima með börnin sín, enda er fátt betra fyrir börnin. Það er þó ekki sjálfgefið að hægt sé að reka heimili í lengri tíma með aðeins eina fyrirvinnu. Í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum er foreldrum greidd svokölluð Þjónustutrygging þegar fæðingarorlofsgreiðslum lýkur og eins og segir á vef Reykjavíkurborgar: "Þjónustutrygging er mánaðarleg greiðsla sem foreldrar geta sótt um og ráðstafað að eigin ósk. Henni er ætlað að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið byrjar á leikskóla. Foreldrar geta valið um nýta greiðslurnar eftir þörfum og aðstæðum. Þannig geta þeir kosið að vera sjálfir lengur heima með barni sínu eða greiða ættingja fyrir að gæta barnsins." Þarna er komið til móts við þá foreldra sem kjósa að hafa barn sitt lengur heima, en einnig getur uppæðin nýst til niðurgreiðslu dagforeldrakostnaðar (en hafa skal í huga að framboð dagforeldra í Reykjavík er mjög gott). Við teljum þetta brýnt mál sem beri að leysa og ekki sambærilegt öðrum málum sem mögulega er hægt að skera niður í á einhvern hátt. Þetta er grunnþjónusta sem verður að vera í boði í sveitarfélagi til þess að skapa viðunandi lífskjör fyrir barnafólk! Það er ósk okkar, fjölmargra foreldra og vonandi bæjarbúa allra, að komið verði til móts við þennan hóp. Við hvetjum íbúa á Húsavík, sem og aðra sem láta sig málið varða, til þess að setja nafn sitt á undirskriftarlistann okkar og þrýsta þar með á bæjaryfirvöld að gera breytingar til batnaðar. Með fyrirfram þökkum, foreldrar. -Vinsamlegast skiljið eftir nafn hér fyrir neðan (ef hakað er í efri reitinn, birtist ekkert nafn), einnig er hægt að skrifa td. staðsetningu (td. Húsavík) í "comments". Kærar þakkir.

Sponsor

Við erum nokkrar mæður ungra barna á Húsavík, sem finnum okkur knúnar til að láta í okkur heyra. Það er stór hópur foreldra í vandræðum með vistun fyrir barn/börn sín og sér jafnvel fram á að komast ekki til vinnu á umsömdum tíma eftir fæðingarorlof.
Share for Success

Comment

109

Signatures