Ingibjörg Bragadóttir 0

Deiliskipulag við Hafnarstræti á Akureyri

179 people have signed this petition. Add your name now!
Ingibjörg Bragadóttir 0 Comments
179 people have signed. Add your voice!
72%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Þegar þú stendur yfir í Vaðlaheiði og dáist að undurfagra bænum þínum, leikhúsinu, kirkjunni, Hótel Kea, gömlu húsunum við sjóinn sem að öll eru nýuppgerð, er erfitt að neita því að það er fögur sýn. En allt gott þarf að taka enda, eða hvað? Nú stendur til að breyta. Bæjarmyndin eins og við þekkjum hana er að líða undir lok, þarf að víkja fyrir nýtískulegum byggingum sem þar eiga að koma. Þar stendur til að byggja nokkur þriggja hæða fjölbýlishús með neðanjarðarbílakjallara og lóð ofan á honum, allt fyrir framan gömlu húsin í Hafnarstrætinu. Til suðurs (þar sem Rútustöðin er núna) stendur til að byggja 100 íbúða hótel. Í deiliskipulaginu segir: ,,Markmið með gerð skipulagsins er annars vegar að varðveita og styrkja verðmæta byggð og bæjarmynd svæðisins, styrkja stöðu miðbæjar Akureyrar sem hjarta bæjarlífsins.“ Mín vangavelta er sú: Hvernig er verið að styrkja og varðveita verðmæta byggð ef hún sést ekki fyrir nýjum byggingum sem uppfylla engan veginn þau skilyrði eða þann rétt að vera í Gamla bænum? ,,Bílastæði verði annars vegar í húsagötum og hins vegar í bílageymslum t.d. undir görðum íbúðarhúsa og hluta hótels. Engir skilmálar eða kvaðir verða settir í deiliskipulagi um það hvernig bílastæðum í bílageymslum verður ráðstafað umfram það sem skilyrt er vegna íbúða og starfsemi á viðkomandi lóð.“ Mín vangavelta er sú: Fyrr var talað um miðbæinn sem hjarta bæjarlífsins. Nú þegar er skortur á bílastæðum fyrir íbúa, hótel gesti, vinnuveitendur og starfsfólk bæjarins, hvernig skal það leist með þessu takmarkaða plássi sem er fyrir? ,,Stefnt er að því að byggingar á svæðinu geti talist góð, nútímaleg byggingarlist þar sem fléttast saman notagildi, tæknileg gæði, hagkvæmni, vandað útlit og formfegurð.“ Mín vangavelta er sú: Við erum með eitt nútímalegt hverfi, ef ekki fleiri. Við höfum einungis eitt gamalt hverfi sem gerir Akureyri að því sem hún er. Allar fallegu byggingarnar okkar, hvernig mun Hótel Akureyri (Fosshótelið), leikhúsið á sinni fallegu hæð, líta út við hliðina á nýtískulegum grjótarhnullung sem þeir vilja kalla hótel og nútímalist? Það er ekki nóg að setja ris á húsið og segja það vera sama í sama stíl. Það er nóg af plássi til en það er ekki við Drottningarbrautina. Eins og er, þá er ekki skortur á húsnæði né hótelum þar sem 3 hótel eru staðsett í miðbænum (að íbúðarhótelum frátöldum). Mín beiðni til þín, kæri lesandi, er að hjálpa okkur að vísa þessu deiliskipulagi á bug og halda í bæjarmyndina eins og hún er. Mér finnst hún að minnsta kosti gullfalleg. Hvað finnst þér? Til að styðja þetta þarftu bara að skrá nafn þitt og kennitölu, margt smátt gerir eitt stórt. (Nafn, kennitala) Með kveðju, Áhyggjufullur íbúi í Hafnarstræti á Akureyri.

Share for Success

Comment

179

Signatures