María Rut Kristinsdóttir 0

Námsmenn af fullri alvöru - Gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN

Show your support by signing this petition now
María Rut Kristinsdóttir 0 Comments
1 person has signed. Add your voice!
1%
Maxine K. signed just now

Öll námsmannafélög á Íslandi mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á fjárframlögum ríkisins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna! Við hvetjum menntamálaráðherra að taka ákvörðunina til alvarlegrar endurskoðunar. Ertu námsmaður? Þekkir þú einstakling í námi? Ætlar þú einhvern tímann í nám? Ef svo er þá hvetjum við þig til að mótmæla með okkur þessum áætlunum og skrifa undir hér! Staðreyndir: 1) Ekki var haft neitt samráð við hagsmunafélög nemenda við ákvörðunartöku þessa gríðarlega mikilvæga hagsmunamáls. Ákvörðunin var tekin á tveggja klukkutíma löngum fundi, á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar LÍN. 2) Fjöldamargir áfangar sem kenndir eru í háskólum á Íslandi eru 10 ECTS eininga áfangar, en einnig eru til 15 og 18 ECTS eininga áfangar. Vegna þessa eru miklar líkur á því að þessar breytingar á kröfum um námsframvindu hafi áhrif í fjölmörgum tilvikum. Það virðist vera sem svo að ákvörðunin hafi verið tekin án ítarlegrar skoðunar á námsframboði og einingafjölda sem í boði er fyrir nemendur. Námsmaður sem fellur í einum 10 ECTS eininga áfanga mun þannig ekki ná 22 ECTS eininga viðmiðinu og á því engan rétt til námslána. 3) Um 10% námsmanna í dag taka ekki nógu margar einingar á önn til þess að fá námslán verði hugmyndir um ný viðmið Lánasjóðsins að veruleika en flestir þeirra nemenda eru að taka á bilinu 18-22 ECST einingar. Það gæti verið vegna ýmissa aðstæðna t.d. fjölskyldufólk og fólk með námsörðugleika eða aðrar aðstæður. Þetta þýðir einfaldlega að með þrengri skorðum fá færri námslán. 4) Það að herða á Lánasjóðnum til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í námi er að okkar mati algjörlega ótækt! Samkvæmt sálfræðingi Háskóla Íslands er slíkt aðeins til þess fallið að viðhalda og auka streitu, kvíða og þunglyndi nemenda, sem getur aukið líkur á lélegri námsárangri. Við leggjum frekar til jákvæða hvatningu til þeirra sem standa frekar en refsing í formi skuldasöfnunar! 5) Við mótmælum niðurskurðinum! Það að skera niður í menntamálum er að skera niður í mannauðnum. Nemendafélag Háskólans á Bifröst Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Nemendaráð Listaháskóla Íslands Samband íslenskra framhaldsskólanema Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri Samband íslenskra námsmanna erlendis Stúdentafélag Háskólans á Hólum Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík Stúdentaráð Háskóla Íslands

Share for Success

Comment

1

Signature