Pall Sigurdsson 0

Skorun til háskóla

799 signers. Add your name now!
Pall Sigurdsson 0 Comments
799 signers. Almost there! Add your voice!
80%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Í ljósi ákvörðunar um að hækka skólagjöld fyrir skólaárið 2007-2008 skorum við á Háskólaráð að veita okkur nákvæmari svör og fullnægjandi skýringar á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin. Þá skorum við á Háskólaráð að veita fulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík áheyrnarrétt á fundum ráðsins til þess að tryggja að hagsmunir nemenda verði ekki fyrir borð bornir. Ennfremur skorum við á Háskólaráð að upplýsa um það hvort von sé á frekari hækkunum á komandi misserum. ------ Þær skýringar sem hafa verið gefnar eru ekki til þess fallnar að skapa sátt um ákvörðunina. Almennar skýringar á borð við þróun launa- og neysluvísitölu og aukinn húsnæðiskostnað skýra ekki þá tæplega 30% hækkun sem hefur orðið á skólagjöldum frá árinu 2006. Upplýsingagjöf skólayfirvalda er ekki fullnægjandi. Nemendum skólans var ekki kunnugt um fyrrgreinda hækkun skólagjalda fyrr en ákvörðunin hafði þegar verið tekin. Ef gera á sterkan skóla sterkari eru það fyrst og fremst nemendur skólans sem munu koma að þeirri þróun og er því eðlilegt og nauðsynlegt að þeir taki virkan þátt í því hvernig skólanum er stjórnað. Sterkur skóli verður ekki sterkari með fjármagninu einu. Af þessum ástæðum er þess krafist nú að Háskólaráð rökstyðji ákvörðun sína um hækkun skólagjalda með fullnægjandi hætti og upplýsi hvort nemendur sem halda áfram námi við skólann eða nemendur sem koma til með að hefja nám við skólann í haust eigi von á frekari hækkunum.

Sponsor

Nemendaf k h sk lans Reykjavík

Links

http://studentafelag.is/tviund http://www.pragma.is http://www.logretta.is http://www.techn.is http://www.vidskiptarad.is
Share for Success

Comment

799

Signatures